Þessa dagana stendur yfir vinna við brunnafjarlægingu við enda Mímisbrautar (sem liggur að Þórunnarstræti). Gatan er lokuð á meðan framkvæmd stendur yfir.
Eitt af stóru viðhaldsverkefnum Norðurorku er að fjarlægja gamla hitaveitubrunna úr kerfinu og bæta þannig afhendingaröryggi, vinnuaðstæður og öryggi starfsfólks. Umræddur brunnur er af stærri gerðinni. Sverar stofnlagnir liggja að honum sem torvelda verkið. Stofnlagnirnar flytja heitt vatn frá Laugalandi annars vegar og frá Hjalteyri hins vegar. Í stað hitaveitubrunns eru settir jarðvegslokar sem gera það að verkum að starfsfólk þarf ekki lengur að fara ofan í hættulegan brunninn til að skrúfa fyrir loka komi upp bilanir á aðliggjandi lögnum eða ef tengja þarf ný hús inn á þær. Því fögnum við því að gömlu brunnunum fari smám saman fækkandi.
Á meðfylgjandi myndum má sjá stofnlögnina frá Laugalandi sem liggur neðanjarðar meðfram göngustígnum við Þórunnarstræti og að rauða hitaveitutankinum við Mímisbrautina. Auk brunnafjarlægingar er verið er að endurnýja þann hluta stofnlagnarinnar sem hér er að mestu sýnilegur. Hitaveitubrunnurinn og stofnlögnin eru frá árinu 1977 sem markar upphafsár hitaveitunnar á Laugalandi og eru því hvort tveggja komin til ára sinna. Hér er því um afar mikilvægt viðhaldsverkefni að ræða.