Í dag hefst vinna við dæluupptekt við hitaveituborholu ÓF-4 Laugarengi í Ólafsfirði. Reiknað er með að verkið taki um 3 daga en dælan sem verið er að taka upp er á 100 m dýpi í holunni.
Ástæður dæluupptekta geta verið ýmsar en í þessu tilfelli er um hefðbundið viðhaldsverk að ræða. Skipt er um dælu í holunni auk þess sem ástand annars búnaðar er metið og hann endurnýjaður eftir þörfum. Með skipulögðu eftirliti sem þessu má lágmarka líkur á að eitthvað komi upp síðar.
Borhola ÓF-4 Laugarengi er önnur af tveimur holum á svæðinu, og sú gjöfulli, sem sér Ólafsfirðingum og Hólkotsveitu fyrir heitu vatni ásamt holu á Skeggjabrekkudal, sem er í sjálfrennsli.
Eins og gefur að skilja er borholan ekki í rekstri á meðan verið er að taka dæluna uppúr henni og því eru Ólafsfirðingar beðnir að fara sparlega með heita vatnið næstu daga.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15