20. apr 2011

Eðli jarðhitans og sjálfbær nýting hans

Í byrjun ársins 2008 skipaði Orkustofnun og verkefnisstjórn rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma faghóp um sjálfbæra nýtingu jarðhitans.

Í byrjun ársins 2008 skipaði Orkustofnun og verkefnisstjórn rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma faghóp um sjálfbæra nýtingu jarðhitans.  Verkefni hópsins var að skilgreina og meta sjálfbæra jarðhita­vinnslu og sjálfbæra jarðhitanýtingu.  Jafnframt átti hópurinn að gera tillögur um hvernig haga beri nýtingu jarðhita til lengri tíma litið.

Faghópurinn vann út frá þeim megin sjónarmiðum að sjálfbær nýting jarðhitans taki mið af öllum þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar, þ.e. samfélags, efnahags og umhverfis.  Slík nálgun krefst sjálfbærrar jarðhitavinnslu á sérhverju jarðhitasvæði þar sem skilyrðið er að vinnslustigi sé ákvarðað þannig að óbreyttri orkuvinnslu úr jarðhitakerfinu sé hægt að viðhalda í að minnsta kosti 100 ár.  Þessi aðferðafræði byggir á svonefndri Brundtland-skilgreiningu og Ríó-yfirlýsingu þar sem gengið er útfrá því að sjálfbærni sé því aðeins sterk að nýtingin hafi ekki neikvæð áhrif á neina af þessum þremur meginstoðum, samfélag, efnahag og umhverfi.  Séu áhrifin neikvæð þó ekki sé nema á eina af þessum stoðum er talað um veika sjálfbærni.Strokkur í Haukadal

Faghópurinn bendir á að jarðhitinn hafi átti stóran þátt í að bæta lífsskilyrði íslensku þjóðarinnar og haft mótandi áhrif á samfélagið.  Eru þar nefnd dæmi eins og byggðaþróun, séríslensk sund- menning og vöxtur þekkingarsamfélags sem viðurkennt er á alþjóðlega vísu.  Þá sé einnig ljóst að auk beins efnahags- legs ávinnings þá hafi jarðhitinn skilað bættu heilsufari, treyst öryggi og sjálf-stæði þjóðarinnar.  Hópurinn minnir þó einnig á að jarðhitavinnsla geti haft neikvæð umhverfisáhrif þótt mótvægis-aðgerðir bæti þar um. Þetta komi m.a. fram í því að á lághitasvæðum geti hverir og laugar horfið og á háhitasvæðum hafi virkjanir áhrif eins og mannvirki almennt gera. Hins vegar séu einnig dæmi um að fjölnýting jarðhitans hafi getið af sér vinsæla ferðamannastaði.

Áhersla er lögð á það að forsenda skynsamlegrar auðlindastjórnunar sé skipulögð upplýsingaöflun um auðlindina sem fæst með markvissum rannsóknum.  Faghópurinn leggur áherslu á að til þess að auðlindastýring ríkisins sé virk verði það að kosta nægilegar miklar rannsóknir til að hún verði fagleg og markviss.  Þannig fái yfirvöld þá yfirsýn sem þarf til þess að tryggja langtímahagsmuni Íslendinga í orkumálum.

Álitsgerð faghópsins má finna heimasíðu Orkustofnunar.