Í skýrslu Norðurorku til Orkustofnunar um gæði raforku og afhendingaröryggi kemur fram einstakur árangur í afhendingaröryggi dreifiveitu Norðurorku fyrir árið 2010.
Ef horft er eingöngu til afhendingaröryggis dreifiveitu kemur fram að aldrei varð skerðing á afhendingu sem rekja mátti til bilunar eða truflunar í kerfi Norðurorku hf. Þetta þýðir að áreiðanleikastuðull er 1,00. Sé þessi stuðull hins vegar skoðaður þegar tekið er tillit til bilunar eða rekstrartruflunar hjá Landsneti kemur í ljós að stuðulinn er eilítið lægri eða 0,99980 þar sem heildarskerðing vegna bilunar eða truflunar í landsnetinu námu samtals tveimur klukkustundum. Engu að síður er hér um mjög góðan heildar árangur að ræða.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15