6. maí 2015

Ekki er lengur nauðsynlegt að sjóða neysluvatn á Svalbarðsströnd.

Ekki er lengur nauðsynlegt að sjóða neysluvatn á Svalbarðsströnd. 

Þrjár síðustu sýnatökur hafa verið í lagi og hefur heilbrigðisfulltrúi því aflétt boði um suðu á neysluvatninu.

Eins og áður er komið fram þá hefur verið erfitt að átta sig á uppruna mengunarinnar. Því verður áfram fylgst sérstaklega með vatnsveitunni og þá ekki síst þegar kemur að frekari vorleysingum.

Áfram er unnið að undirbúningi við framkvæmdir svo hægt verði að lýsa vatnið frá vatnsbólinu enda litið á það sem öryggisráðstöfun. Jafnframt verður unnið að því að koma málum í það horf að ekki þurfi að lýsa vatnið til frambúðar og er það enn von okkar að það takist.