21. sep 2011

Endurbætur á Hesjuvallalindum

Þessa daganna er unnið að endurbótum á Hesjuvallalindum í Hlíðarfjalli.

Endurbætur á HesjuvallalindumÞessa daganna er unnið að endurbótum á Hesjuvallalindum í Hlíðarfjalli.  Verið er að endurbæta hluta af safnæðum á svæðinu með það að markmiði að auka vinnslugetu svæðisins.  Reglulegt viðhald og endurbætur eru mikilvægar til þess að tryggja hámarksafköst svæðisins enda um sjálfrennandi vatn að ræða sem er veigamikill þáttur í ljósi þess að dæla þarf vatni sem tekið er úr vinnslu-svæðinu að Vöglum í Hörgárdal til Akureyrar með tilheyrandi kostnaði.

Eins og sjá má á  meðfylgjandi myndum er verkið unnið með þeim hætti að safnæð er komið fyrir í jörðu við lindirnar.  Safnæðin er lögð á fast undirlag en ofaná hana er síðan komið fyrir grófri möl og plastdúk þar ofan á og síðan fínni möl og sandi þar yfir.  Safnæðin er 315 mm plastlögn og eru fyrstu 10 metrar lagnarinnar tiltölulega mikið gataðir, næstu 10 metrarnir heldur minna gataðir og síðan koma næstu 15 metrarnir ógataðir þar til lögnin tekur beygju frá lindinni og í átt að stofnlögn.  Á lögnina er komið fyrir yfirfallsbeygju til þess að tryggja að vatnsborðið í lindinni geti ekki farið hærra en í efri hluta malarlagsins umhverfis götuðu safnæðina. Áætlað er að þessar endurbætur getið skilað 10 - 15 lítrum á sekúndu til viðbótar þeim rúmlega 50 sekúndulítrum sem Hesjuvallalindir eru að gefa í lágrennsli seinni part vetrar frá janúar fram í apríl.  Mest gefa lindirnar á sumrin þegar vinnslugetan fer í um 180 sekúndulítra.

Endurbætur á Hesjuvallalindumendurbætur á Hesjuvallalindum

Unnið við að sjóða lögnina saman með svonefndri spegilsuðu.