Vegna endurnýjunar hitaveitulagna í Þórunnarstræti má búast við umferðartöfum og skertu aðgengi að húsum í Þórunnarstræti á meðan framkvæmdir standa yfir. Allnokkurt rask fylgir framkvæmdum sem þessum sem mögulega alda óþægindum sem ávalt verður reynt að halda í lágmarki.
Með framkvæmdinni er verið að styrkja dreifikerfi hitaveitunnar og auka enn frekar afhendingaröryggi.
Þegar til þess kemur að rjúfa þarf afhendingu vatns, verður það auglýst sérstaklega með sms tilkynningu og hvetjum við því fólk til þess að skrá farsímanúmer sín inn á „mínar síður“ á www.no.is eða með því að hringja í þjónustuver Norðurorku í síma 460-1300
Verkið er nú þegar hafið en verður unnið í áföngum. Áætluð verklok eru í ágúst 2019.
Um leið og íbúar eru beðnir að sýna aðgát og tillitsemi við starfsfólk framkvæmda er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda.
Með von um gott samstarf.
Starfsfólk Norðurorku hf.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15