Gengið hefur verið frá samningi við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. um borun á svo nefndum hitastigulsholum í Hörgársveit en félagið átti lægsta tilboð í verkið.
Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, munu í kjölfar þessa ákvarða borstaði fyrir hitastigulsholurnar og í framhaldi af því mun verða leitað nauðsynlegra heimilda hjá landeigendum fyrir borun á holunum.
Til gamans koma hér nokkrir fróðleiksmolar um jarðhitaleit sem fengnir eru úr Jarðhitabók Guðmundar Pálmasonar. Jarðhitaleit hefur verið skipt eftirfarandi flokka:
• Jarðhitakönnun
– þekkt svæði könnuð
• Jarðhitaleit
– leit á svæðum þar sem bein merki um jarðhita á yfirborði eru ekki fyrir hendi
• Staðbundin könnun
– hvar á stóru svæði
• Staðbundin leit
– finna einstakar vatnsleiðandi sprungur innan þekkts jarðhitasvæðis
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15