13. sep 2011

Gengið frá samningi við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf.

Gengið hefur verið frá samningi við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. um borun á svo nefndum hitastigulsholum í Hörgársveit en félagið átti lægsta tilboð í verkið.

Gengið hefur verið frá samningi við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. um borun á svo nefndum hitastigulsholum í Hörgársveit en félagið átti lægsta tilboð í verkið.

Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, munu í kjölfar þessa ákvarða borstaði fyrir hitastigulsholurnar og í framhaldi af því mun verða leitað nauðsynlegra heimilda hjá landeigendum fyrir borun á holunum.

Til gamans koma hér nokkrir fróðleiksmolar um jarðhitaleit sem fengnir eru úr Jarðhitabók Guðmundar Pálmasonar.  Jarðhitaleit hefur verið skipt eftirfarandi flokka:
• Jarðhitakönnun
– þekkt svæði könnuð
• Jarðhitaleit
– leit á svæðum þar sem bein merki um jarðhita á yfirborði eru ekki fyrir hendi
Staðbundin könnun  
– hvar á stóru svæði
Staðbundin leit  
– finna einstakar vatnsleiðandi sprungur innan þekkts jarðhitasvæðis

Staðbundin könnun
• Nákvæm kortlagning allra lauga og volgra
• Nákvæm kortlagning allra sýnilegra misfellna í jarðlögum – mat á halla þeirra frá lóðréttu
• Hitamælingar í jarðvegi ef hann hylur grunnbergið
• Segulmælingar til að finna staðsetningu bergganga á svæðinu og stundum misgengi
• Viðnámsmælingar – leit að vatnsleiðandi sprungum
• Borun hitastigulshola og kortlagning á hitastigul við yfirborð
 
Hitastigulsborun
• Jarðhitaleit með hitastigulsborun
• Boraðar margar grunnar holur
• Oftast 50 – 100 metra djúpar
• Hiti mældur á mismiklu dýpi
• Hitastigull ákvarðaður

(Heimild: Jarðhitabókin – Guðmundur Pálmason)