Vorfundur Samorku, samtaka orkufyrirtækja er haldið á Akureyri dagana 14. og 15. maí.
Á ráðstefnunni eru fjöldi fyrirlestra bæði í sameiginlegri málsstofu en einnig í málstofum sem tengjast einstökum veitusviðum. Þá er fjöldi fyrirtækja sem þjónustar orkugeiran með vörusýningar í Hofi.
Dagskrá vorþingsins má sá hér.
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra ávarpaði vorfundinn í upphafi hans í morgun. Í máli hennar kom fram hversu mikilvægur orkugeirinn er bæði í atvinnulegu tilliti, en ekki síður heimilum landsins sem aðgang eiga að ódýrri og umhverfisvænni orku. Hún fjallaði einnig um mikilvægi þess að flutningskerfi raforku um landið yrði styrkt hið fyrsta og þá ekki síst hér á Norðausturlandi. Mikilvægt væri að finna sátt milli ólíkra sjónarmiða um uppbyggingu kerfisins og þeirra leiða sem valdar eru og þar með talið um það hvað raunhæft er að leggja stóran hluta kerfisins í jarðstrengjum. Iðnaðarráðherra sagði að unnið væri að þingsályktunartillögu hér að lútandi sem vonandi verður lögð fram á Alþingi á komandi hausti.
frá fyrirlestrum um öryggismál
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15