25. jún 2014

Loka þarf fyrir heita vatnið í Giljahverfi og á stóru svæði vestan við hverfið

Vegna vinnu við að fjarlægja brunna þarf að loka fyrir heita vatnið á stóru svæði í Giljahverfi á Akureyri og í fasteignum við Réttarhvamm, Rangárvelli, Hlíðarvelli og við Hlíðarfjallsveg og við Lögmannshlíðarveg frá kl. 04:00 aðfaranótt fimmtudagsins 3. júlí og fram eftir kvöldi á fimmtudaginn.

Viðskiptavinum er bent á að gæta vel að því að allir kranar séu lokaðir þegar vatn kemur á aftur. Eins er viðskiptavinum bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði. Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á. Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við pípulagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess.

Nánari fréttir af framvindu verksins verða settar inn undir fréttir hér á heimasíðunni.

Hér má sjá umfjöllun um ástæður þess að smátt og smátt er verið að fjarlægja brunna úr dreifikerfi hitaveitunnar.

Lokað verður fyrir heita vatnið í eftirtöldum götum í Giljahverfi:

Drekagil Kiðagil Tröllagil
Dvergagil Merkigil Urðargil
Fannagil Skessugil Valagil
Fákagil Skriðugil Vesturgil
Fornagil Skuggagil Víkurgil
Fossagil Skútagil Vættagil
Huldugil Snægil Vörðugil


Þá er lokað fyrir vatnið í húsum við Réttarhvamm, Rangárvelli og Hlíðarvelli, við Hlíðarfjallsveg, þ.e. Glerá, Hlíðarenda og Hálönd og við Lögmannshlíðarveg, þ.e. í hesthúsahverfinu, Lögmannshlíð og Hesjuvöllum.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af svæðinu sem lokunin tekur til.

Komi upp einhver vandamál þá er viðskiptavinum bent á að hafa samband við þjónustuver Norðurorku í síma 460-1300 á skrifstofutíma (8:00-16:00) en bakvakt Norðurorku í síma 892- 7305 utan þess tíma. Mjög gott er að lofttæma ofna í húsum með þar til gerðum lykli fyrir lofttæmingarkrana á ofnunum eftir að vatni hefur verið hleypt á að nýju. Sé fólk ekki með slíka lykla tiltæka eða telji sig ekki hafa næga þekkingu til að vinna slíkt verk þá endlega hafið samband við pípulagningameistara hússins.

Lokunarsvæði hitaveitu vegna brunnavinnu 3. júlí 2014