4. sep 2013

Vesturveita II - útboð á lagningu hitaveitu í Eyjafjarðarsveit

Norðurorka hf. óskar eftir tilboðum í lagningu Vesturveitu II, þ.e. hitaveitu frá Finnastöðum að Miklagarði í Eyjafjarðarsveit. Samhliða þessu verki mun RARIK leggja streng að viðkomandi bæjum í sveitinni þannig að samstarf er með aðilum um útboðið, þ.e. það tekur bæði til lagningar hitaveitu og rafveitu.

Norðurorka hf. óskar eftir tilboðum í lagningu Vesturveitu II, þ.e. hitaveitu frá Finnastöðum að Miklagarði í Eyjafjarðarsveit.  Samhliða þessu verki mun RARIK leggja streng að viðkomandi bæjum í sveitinni þannig að samstarf er með aðilum um útboðið, þ.e. það tekur bæði til lagningar hitaveitu og rafveitu.  Vesturveita II útboð 2013 smelltu á myndina til að fá hana stærri

Útboðsgögn á rafrænu formi verða afhent frá og með fimmtudeginum  5. september og má nálgast þau með því að senda fyrirspurn á stefan@no.is. Gefa þarf upp nafn, netfang, símanúmer og kennitölu bjóðanda.

Tilboðum skal skilað í þjónustuver Norðurorku að Rangárvöllum fyrir kl 14:00 fimmtudaginn 12. september og verða tilboð þá opnuð í fundarsal Norðurorku 4. hæð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Auglýsing um útboðið.