Í dag fór að bera á leirlituðu hitaveitu vatni í Eyjafjarðarsveit austanverðri. Í fyrstu var búist við því að leirinn skolaðist út framarlega í dreifikerfinu en nú er ljóst að svo er ekki. Auk Eyjafjarðarsveitar hefur nú orðið vart við leir í vatninu á Svalbarðströnd og í suðurhluta Akureyrar. Óvíst er hversu víða leirinn muni fara um dreifikerfið.
Fyrir liggur að leirlitaða vatnið kemur úr borholu á Laugalandi (LN-12) og eru ástæður þess líklega þær að einhver hreyfing hefur orðið á borholuvegg í þessari borholu.
Það er þekkt að laus jarðefni losni með þessum hætti en allt útlit er fyrir að leirinn sem hefur losnað sé að skolast út.
Viðskiptavinir geta því átt von á óþægindum að þessum sökum en við vonum að það verði aðeins tímabundið.
Séu óþægindi af leirlitaða vatninu veruleg eða ef þau hafa áhrif á rennsli í gegnum grind eru viðskiptavinir beðnir að snúa sér til þjónustuvers Norðurorku hf. í síma 460-1300 eða í bakvaktasíma 892 7305 (eftir kl. 16:00)
Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þessum óþægindum.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15