Vatn var tekið af stofnlögn fyrir Giljahverfi og fasteignir norðan Hlíðarfjallsvegar í morgun. Þegar grafið var niður á lögnina og kom í ljós að biluninn var meiri en svo að fullnaðarviðgerð næðist á einum degi. Aðstæður til viðgerða eru auk þess erfiðar þar sem mikil klöpp er á þessu svæði.
Af þessum sökum þarf að gera við lögnina til bráðabirgða en í framhaldinu að grafa upp stærra svæði og skipta um stærri hluta lagnarinnar.
Samkvæmt þessu er nauðsynlegt að fara í frekari viðgerðir síðar á stofnlögninni og verður það nánar auglýst þegar þar að kemur.
Vatni verður hleypt á dreifikerfið núna síðdegis.
Viðskiptavinir eru minntir á að kynna sér GÓÐ RÁÐ KOMI TIL ÞJÓNUSTUROFS hér á heimasíðunni.
Lögnin illa farin og nauðsynlegt að skipta um langann kafla vegna aðstæðna
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15