Um leið og við óskum öllum gleðilegs framkvæmdasumars þá minnum við á mikilvægi þess að kynna sér legu veitulagna áður en jarðvegsframkvæmdir hefjast.
Í kortasjá Norðurorku (www.map.is/no) má finna grunnupplýsingar um veitulagnir. Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um nákvæma staðsetningu lagna, aldur þeirra og gerð með því að hafa samband í síma 460-1300 eða senda póst á no@no.is.
Ef lagnir eru á framkvæmdasvæðinu, hvetjum við þig til að hafa samband áður en framkvæmdin hefst þannig að hægt sé að meta hvort ástæða sé til að endurnýja veitulagnir samhliða framkvæmdunum. Þar ræður aldur lagna og ástand þeirra við skoðun á staðnum sem er húseiganda að sjálfsögðu að kostnaðarlausu.
Ekki hika við að hafa samband við þjónustuver okkar í no@no.is eða í síma 460-1300 með fyrirspurnir eða óskir um að við komum á staðinn og metum ástand veitulagna.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15