5. okt 2012

Framkvæmdir í Hlíðarfjalli

Þessa dagana er unnið að undirbúningi þess að tengja dreifikerfi rafmagns við nýtt byggingarsvæði, Hálönd, í Hlíðarfjalli.

Þessa dagana er unnið að undirbúningi þess að tengja dreifikerfi rafmagns við nýtt byggingarsvæði, Hálönd, í Hlíðarfjalli. Í Hálöndum er fyrirhugað að reisa frístundahúsabyggð, en svæðið er byggt út úr landi Hlíðarenda sem er skammt fyrir ofan þéttbýlið á Akureyri.

Gert er ráð fyrir að frístundahúsabyggðin muni rísa í nokkrum áföngum og að hálfu Norðurorku verða lagðar að byggðinni stofnlagnir fyrir heitt vatn, kalt vatn og rafmagn. Á myndunum hér fyrir neðan má meðal annars sjá hvar starfsmenn Norðurorku hf. vinna að undirbúningi á smíði bráðabirgðaspennistöðvar (dreifistöð) sem þjóna mun fyrsta áfanga svæðisins.

Smíði á bráðabirgða spennistöð fyrir frístundahúsabyggðina í Hálöndum

Smíði á bráðabirgða spennistöð fyrir frístundahúsabyggðina í Hálöndum Magnús og Jón

Neðst á myndinni má sjá hvar undirbúningur fyrir byggingu Hálanda er hafinn