Uppfært kl. 16:00 föstudaginn 3. júní 2016
Komið er í ljós að fresta verður framkvæmdum við aðveitustöðina sem fara áttu fram í nótt. Þegar verið var að flytja álaga af aðveitustöðinni við Þingvallastræti yfir á aðveitustöðina við Kollugerði kom í ljós bilun á streng og því nauðsynlegt að fresta viðhaldsverkinu.
Til að fyrirbyggja misskilning þá átti viðhaldið á aðveitustöðinni við Þingvallastræti aldrei að leiða til rafmagnsleysis þar sem ætlunin var að fæða allan bæinn í gegnum aðveitustöðina við Kollugerði.
----
Næstu helgi verður unnið að viðhaldi á aðveitustöðinni við Þingvallastræti. Komið er að nauðsynlegu viðhald á steinsteyptu burðarvirki sem er sunnan við aðalbygginguna. Aðeins er hægt að vinna þessa vinnu þegar álag á dreifikerfið er í lágmarki því nauðsynlegt er að taka stöðina úr rekstri meðan á vinnu stendur og álagið því flutt á aðra staði í kerfinu.
Búast má við verulegu ónæði af framkvæmdunum í nágrenni aðveitustöðvarinnar meðan háþrýstiþvottur á mannvirkinu fer fram en önnur vinna á síður að valda ónæði.
Gert er ráð fyrir að háþrýstiþvottur hefjist á föstudagskvöldið 3. júní og standi fram eftir nóttu og jafnvel fram á morgun.
Beðist er velvirðingar á því ónæði sem hlýst af þessari vinnu.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15