22. maí 2012

Framkvæmdir við brunna í Gránufélagsgötu (við Sjallann) og í Strandgötu ganga vel.

Framkvæmdir við brunna í Gránufélagsgötu (við Sjallann) og í Strandgötu ganga vel og er áætlað að byrjað verði að hleypa vatninu á stofnlagnir um kvöldmatarleytið. Vatninu er hleypt mjög rólega á, þannig að fullur þrýstingur kemst ekki á fyrr en síðar í kvöld.

Framkvæmdir við brunna í Gránufélagsgötu (við Sjallann) og í Strandgötu ganga vel og er áætlað að byrjað verði að hleypa vatninu á stofnlagnir um kvöldmatarleytið.  Vatninu er hleypt mjög rólega á þannig að fullur þrýstingur kemst ekki á fyrr en síðar í kvöld.

Komi upp einhver vandamál þá er viðskiptavinum bent á að hafa samband við bakvakt Norðurorku í síma 892 7305.  Mjög gott er að lofttæma ofna í húsum með þar til gerðum lykli fyrir lofttæmingarkrana á ofnunum.  Sé fólk ekki með slíka krana tiltæka eða telji sig ekki hafa næga þekkingu til að vinna slíkt verk þá endlega hafið samband við pípulagningameistara hússins.

Sjá einnig góð ráð komi til þjónusturofs hitaveitu.