Vegna framkvæmda við fráveitukerfið á Akureyri næstkomandi mánudag 28. apríl þarf að slökkva á skólpdælustöðvum í Hafnarstræti, við Torfunef, í Laufásgötu og á Silfurtanga.
Kappkostað verður að dæling stöðvist í eins skamman tíma og kostur er. Vonast er til að hægt verði að gangsetja dælur aftur síðdegis þennan sama dag.
Skólpdælustöðvarnar eru hannaðir með þeim hætti að ef bilun verður eða ef nauðsynlegt er að stöðva dælingu vegna viðhalds þá fara þær á svonefnt yfirfall. Þetta þýðir að skólp mun fara á yfirfallsútrásir í nágrenni viðkomandi stöðva með þeim afleiðingum að skólp fer út í sjóinn á nefndum stöðum. Því má gera ráð fyrir töluverðri skólpmengun í Pollinum og við Oddeyrartanga mánudaginn 28. apríl og í einhverja daga á eftir.
Af þessum sökum er því beint til íbúa á Akureyri og gesta að sjórinn og ströndin eru ekki hæf til sjósundiðkunar eða útivistar á umræddum tíma.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra mun fylgjast með ástandi sjávar við strandlengjuna og færa inn upplýsingar á heimasíðu sína.
Undirbúningur við breytingar á tenginum í gangi föstudaginn 25. apríl 2014