Vegna framkvæmda við hitaveitulagnir í Hafnarstræti má búast við skertu aðgengi að húsum frá húsi númer 88 og suður að Umferðarmiðstöðinni. Á framkvæmdatímanum þarf að loka fyrir heitt vatn á svæðinu frá Kaupvangsstræti í norðri og alveg suður að Skautahöll en sú lokun verður kynnt viðkomandi íbúum sérstaklega með smáskilaboðum (séu númer skrá á MÍNAR SÍÐUR).
Lokunin mun því ná til neðsta hluta Kaupvangsstrætis að sunnan, Hafnarstrætis, Spítalavegar, Tónatraðar, Búðargils (Lækjargötu), Búðarfjöru, Duggufjöru, Aðalstrætis, Naustafjöru og Naustavegar (SJÁ MYND).
Með framkvæmdunum er verið að undirbúa tengingu á nýbyggingum sem rísa munu við Austurbrú en jafnframt nýtast framkvæmdirnar til þess að styrkja dreifikerfið og auka afhendingaröryggi.
Áætlaður verktími er frá 5. júní til 16. júní, þ.e. gröftur og frágangur. Lokanir fyrir heitt vatn sem farið verður í verða auglýstar sérstaklega hér á heimasíðunni. Þá verður þeim húseigendum og íbúum á svæðinu sem hafa skráð farsímanúmer sitt á "MÍNUM SÍÐUM" send SMS um lokanir fyrir heitt vatn á framkvæmdatímanum.
Um leið og við biðjum íbúa og gesti velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda óskum við eftir að sýnd sé aðgát á framkvæmdasvæðinu og tillitsemi við starfsfólk sem þar er að störfum.
Hér að neðan má sjá mynd af svæðinu sem lokanir hitaveitu ná til en framkvæmdasvæðið er fyrst og fremst við Austurbrú.
mynd af framkvæmdasvæði og lokunarsvæði
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15