21. maí 2013

Framkvæmdir við hitaveitu - lokun fyrir heita vatnið í Innbæ og hluta Miðbæjar

Næstkomandi föstudag 24. maí hefjast framkvæmdir við að fjarlægja þrjá hitaveitubrunna í Miðbænum, tvo í Kaupvangsstræti og einn í Skipagötu. Nánar tiltekið eru brunnarnir á gatnamótum Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis og gatnamótum Kaupvangsstrætis og Skipagötu og í Skipagötunni við hús nr. 14 (Íslandsbanki). Loka þarf hluta af Kaupvangsstræti, Hafnarstræti og Skipagötu fyrir umferð frá og með föstudeginum 24. maí og frameftir næstu viku og reikna má með umferðartöfum á svæðinu.

Framkvæmdir hefjast föstudaginn 24. maí

Næstkomandi föstudag 24. maí hefjast framkvæmdir við að fjarlægja þrjá hitaveitubrunna í Miðbænum, tvo í Kaupvangsstræti og einn í Skipagötu.  Nánar tiltekið eru brunnarnir á gatnamótum Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis og gatnamótum Kaupvangsstrætis og Skipagötu og í Skipagötunni við hús nr. 14 (Íslandsbanki).  Loka þarf hluta af Kaupvangsstræti, Hafnarstræti og Skipagötu fyrir umferð frá og með föstudeginum 24. maí og frameftir næstu viku og reikna má með umferðartöfum á svæðinu.

Mynd af framkvæmdasvæðinu má sjá hér: (smelltu á myndina og þá opnast önnur stærri)

Umferðarlokanir vegna brunnavinnu 24. maí 2013

Heita vatnið tekið af þriðjudaginn 28. maí

Vegna framkvæmdanna þarf að taka heita vatnið af Innbænum og hluta af Miðbænum þriðjudaginn 28. maí frá kl. 9:00 og fram eftir degi. Svæðið sem heita vatnið fer af er markað innan rauðu línunnar á uppdrættinum.

Lokun fyrir heita vatnið 28. maí er í eftirfarandi götum (sjá nánar á korti).

Drottningarbraut (Leirunesti og Nökkvi siglingarklúbbur)
Miðhúsabraut (Skautahöllin)
Naustafjara
Aðalstræti
Duggufjara
Lækjargata
Búðafjara
Hafnarstræti (þó ekki norðan Krónunnar)
Tónatröð
Spítalavegur
Kaupvangsstræti
Skipagata (að hluta)
Ráðhústorg (að hluta)

Smelltu á kortið þá opnast stærri mynd;

Lokað fyrir heita vatnið 28. maí vegna vinnu við brunna umferðarlokanir frá 24. maí

Vinsamlega kynnið ykkur góð ráð þegar kemur til þjónusturofs.

Drottningarbraut (Leirunesti og Nökkvi siglingarklúbbur)

Búðafjara

Miðhúsabraut (Skautahöllin)

Hafnarstræti (þó ekki norðan Krónunar)

Naustafjara

Spítalavegur og Tónatröð

Aðalstræti

Kaupvangsstræti

Duggufjara

Skipagata (að hluta)

Lækjargata

Ráðhústorg (að hluta)