Framkvæmdir við Hlíðarbraut ganga samkvæmt áæltun (skrifað kl. 16:16) og gert er ráð fyrir að hægt verði að hleypa vatni á kerfið milli kl. 19:00 og 20:00 í kvöld. Vakin er athygli á því að nokkurn tíma tekur að ná upp þrýsting í kerfinu þannig að misjafnt getur verið hversu hratt vatnið kemst á í einstökum hverfum.
Viðskiptavinum er bent á að gæta vel að því að allir kranar séu lokaðir þegar vatn kemur á aftur. Eins er viðskiptavinum bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði. Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á. Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við píplagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess.
Komi upp einhver vandamál þá er viðskiptavinum bent á að hafa samband við þjónustuver Norðurorku í síma 460-1300 á skrifstofutíma (8:00-16:00) en bakvakt Norðurorku í síma 892- 7305 utan þess tíma. Mjög gott er að lofttæma ofna í húsum með þar til gerðum lykli fyrir lofttæmingarkrana á ofnunum eftir að vatni hefur verið hleypt á að nýju. Sé fólk ekki með slíka lykla tiltæka eða telji sig ekki hafa næga þekkingu til að vinna slíkt verk þá endlega hafið samband við pípulagningameistara hússins.
Hér að neðan má sjá myndir frá framkvæmdunum en verið er að taka tvo brunna úr notkun. Hér má sjá umfjöllun um ástæður þess að brunnar eru fjarlægðir.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15