Framkvæmdir við vatnsveituna á Svalbarðsströnd gengu samkvæmt áætlun. Vatnið var tekið af stofnlögninni í dag kl. 13.00 og tengingum breytt og tekið framhjáhlaup fram hjá miðlunargeymi og tengt að nýju við lögnina niður á Svalbarðseyri. Vatni var hleypt á kl. 14.30 og lögnin síðan skoluð út og var þessu lokið kl. 15.00 og þá kominn þrýstingur á hús á Svalbarðeyri.
Verkinu verður framhaldið eftir helgi en þá verður vatnstankurinn tæmdur, þrifinn og yfirfarinn. Þar sem miðlungeymirinn er nú óvirkur ríður á að notendur fari sparlega með vatn og reyni eftir fremsta megni að dreifa álagi í sínum neysluveitum.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15