Nauðsynlegt að spara kaldavatnið enn um sinn.
Tafir verða á verklokum við kaldavatnstank um eina viku eða til 8 apríl 2011.
Vegna ófyrirséðra atvika hafa framkvæmdir við kaldavatnstankinn tafist og biður Norðurorka notendur á Svalbarðseyri og nágrenni að fara sparlega með kaldavatnið.
Í dag 1. apríl er unnið við hreinsun inni í tankanum og við nýja tæmingu og yfirfall.
Ennfremur er verið að setja nýtt mannop á þakið.
Norðurorka biður notendur sína velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar skapa.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15