Týsnes er nýtt iðnaðarhverfi í norðurhluta Nesjahverfis, þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað og iðnaðarhús risið hratt undanfarnar vikur. Áður var búið að leggja fráveitu og vatnsveitu í hverfið og heimlagnir vatnsveitu voru tengdar fyrr í sumar. Hverfið er nálægt náttúruperlunni við Krossanesborgir.
Núverandi verk var boðið út sl. vor, með Akureyrarbæ, Mílu og Tengir og barst eitt tilboð frá Vélaleigu HB. Hafist var handa í sumar og hefur verkið gengið ágætlega. Þessa dagana er unnið að lagningu hitaveitu og verið er að grafa niður stofnlagnir sem tengjast við stofnlagnir hitaveitu í Ægisnesi. Einnig er unnið við rafveitu á svæðinu, lagningu strengja og fleira en nýlega birtist einmitt frétt um tilfærslu dreifistöðvar í Týsnesi (sjá hér).
Samhliða þessu hefur ljósastaurum og brunahönum verið komið upp í hverfinu. Það er svo sannarlega mikið um að vera í norðurhluta bæjarins þessi misserin.
Hér að neðan má sjá myndir sem Þórir Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Norðurorku tók í vikunni.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15