Framkvæmdir við vatnsveitu á Svalbarðsströnd ganga samkvæmt áætlun. Það er Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar ehf. sem sér um framkvæmd verksins en félagið átti lægsta tilboð í verkið.
Vatnsveituframkvæmdirnar eru varrúðarráðstöfun þar sem talinn er möguleiki á því að til vatnsþurrðar geti komið í Halllandsbólum sem í dag þjóna suðurhluta Svalbarðsstrandarhrepps þegar göng verða gerð í gegnum Vaðlaheiðina. Með framkvæmdinni tengist Halllandsbyggðin Garðsvíkurlindum sem í dag þjóna norður hluta Svalbarðsstrandarhrepps.
Þá er einnig gert ráð fyrir þeim möguleika að vatnsveita Vatnsveitufélags Kaupvangssveitar geti tengst Garðsvíkurveitunni þar sem einnig kann að koma til vatnsþurrðar í vatnsbólum í landi Varðgjár samhliða gangagerðinni.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15