Sunnudaginn 17. maí kl. 8:00 hefst vinna við að koma stjórnlokum á stofnlögnina frá Garðsvíkurlindum. Rjúfa þarf vatnlögnina og við það stöðvast kaldavatnsafhending á öllum bæjum sem tengdir eru veitunni frá Garðsvík og að vatnstanka við Sunnuhlíð fram eftir degi á sunnudaginn.
Íbúar sunnan vatnstankans njóta vatns úr honum meðan hann dugar. Því eru allir íbúar beðnir að fara sparlega með vatnið í þeirri von að ekki komi til vatnsleysis hjá þeim.
Þetta verk er hluti þeirrar framkvæmdar að koma upp lýsingarbúnaði á stofnlögn vatnsveitunnar úr Garðsvíkurlindum. Sjá hér eldri frétt þar sem fram koma nánari upplýsingar um lýsingarbúnað.
Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og jafnframt beðnir að kynna sér góð ráð komi til þjónnsturofs - sjá hér.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15