12. sep 2011

Framkvæmdir við vatnsveitulögn á Svarbarðsströnd að hefjast

Gengið hefur verið frá samningi við Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar ehf. um lagningu vatnsveitulagnar á Svalbarðsströnd.

Gengið hefur verið frá samningi við Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar ehf. um lagningu vatnsveitulagnar á Svalbarðsströnd en félagið átti lægsta tilboð í verkið.  Samhliða lagningu kaldavatnslagnarinnar verður lagður rafstrengur í skurðinn á vegum RARIK.

Eins og fram hefur komið er ástæða þess að leggja á nýja lögn frá Svalbarðsströnd að Halllandsveitunni sú að hætta er talin á því að til vatnsþurrðar geti komið í svo nefndum Halllandsbólum, sem í dag eru nýtt fyrir suður hluta Svalbarðsstrandarhrepps, þegar göng verða gerð um Vaðlaheiði.  Er því um varúðarráðstöfun að ræða af hálfu Norðurorku hf. sem jafnframt hefur átt mjög gott samstarf við Vegagerðina og Svalbarðsstrandar-hrepp um málið en báðir þessir aðilar ásamt Norðurorku kosta framkvæmdina.

Vélaleiga Símonar sér um alla jarðvinnu við framkvæmdina og útlagningu vatnslagnarinnar en Norðurorka sér um samsetningu á lögninni (plast-suðu) og leggur til efnið. 

Hér má sjá mynd frá fyrsta verkfundi vegna framkvæmdarinnar.

Á myndinni eru fulltrúar verkkkaupa Norðurorku (NO) og RARIK, verktaka og Verkfræðistofu Norðurlands (VN) sem sér um hönnun og eftirlit með framkvæmdinni. 

Verkfundur Svalbarðsstrandarveita

f.v. Pétur Vopni (RARIK), Arnaldur Magnússon (NO), Bragi Sigurðsson (VN), 
Símon Skarphéðinsson (verktaki) og Stefán H. Steindórsson (NO)