Uppfært kl. 16:00 föstudaginn 3. júní 2016
Komið er í ljós að fresta verður framkvæmdum við aðveitustöðina sem fara áttu fram í nótt. Þegar verið var að flytja álaga af aðveitustöðinni við Þingvallastræti yfir á aðveitustöðina við Kollugerði kom í ljós bilun á streng og því nauðsynlegt að fresta viðhaldsverkinu.
Til að fyrirbyggja misskilning þá átti viðhaldið á aðveitustöðinni við Þingvallastræti aldrei að leiða til rafmagnsleysis, þar sem ætlunin var að fæða allan bæinn í gegnum aðveitustöðina við Kollugerði.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15