1. feb 2013

Framúrskarandi fyrirtæki 2012

Glerárvirkjun
Glerárvirkjun
Creditinfo hefur tekið saman lista yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2012 og í tilkynningu þeirra kemur fram að Norðurorka sé eitt af þeim 345 fyrirtækjum á Íslandi sem kemst í þennan flokk.

Creditinfo hefur tekið saman lista yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2012 og í tilkynningu þeirra kemur fram að Norðurorka sé eitt af þeim 345 fyrirtækjum á Íslandi sem kemst í þennan flokk.  Ber þá að hafa í huga að rúmlega 32.000 fyrirtæki eru skráð í hlutafélagaskrá og koma þannig til álita.

Við styrkleikamatið leggur Creditinfo eftirfarandi þætti til grundvallar við skoðun á fyrirtækjunum.

Að skilað hafi verið inn ársreikningum til RSK fyrir rekstrarárin 2009 - 2011.
Að vera með innan við 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum (CIP áhættumat)
Að sýna rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð, 2009 til 2011
Að ársniðurstaða hafi verið jákvæð þrjú ár í röð, 2009 til 2011
Að eignir séu a.m.k. 80 milljónir kr. rekstrarárin 2009 til 20011
Að eigiðfjárhlutfall sé 20% eða hærra rekstrarárin 2009 til 2011
Að fyrirtækið sé virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.