Uppfært kl. 21.00 fös. 19. mars.
Nú er vinnu lokið og hreinsistöð fráveitu komin í full afköst.
Í asahlákunni undanfarna daga hefur grjót og sandur borist inn í stöðina og valdið lítilsháttar truflunum. Því þarf að hreinsa sand- og grjótgildrur en meðan á hreinsun stendur er einungis hægt að keyra stöðina á hálfum afköstum.
Á meðan mun fráveituvatn renna um yfirfall fráveitu við Tryggvabraut.
Fólk er beðið um að sýna aðgát og stunda ekki sjóböð á viðkomandi svæðum á meðan.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15