15. maí 2012

Frekari framkvæmdir - lokað fyrir heita vatnið

Í næstu viku verður framhald á vinnu við brunna á miðbæjarsvæðinu á Akureyri og því nauðsynlegt að loka fyrir heita vatnið á all stóru svæði í miðbænum og á eyrinni þriðjudaginn 22. maí n.k. frá kl. 9.00 og fram eftir degi.

Í vinnu við brunn í Brekkugötu kom í ljós að nauðsynlegt er að flýta framkvæmdum við brunna í Gránufélagsgötu (við Sjallann) og í Strandgötu (við Nætursöluna).  Af þessum sökum er nauðsynlegt að loka fyrir heitavatnið næstkomandi þriðjudag 22. maí frá kl. 9.00 og fram eftir degi.

Svæðið sem lokunin tekur til má sjá á þessari yfirlitsmynd.

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem vatnsleysið kann að valda og jafnframt beðnir að fylgjast með fréttum af viðgerðinni hér á heimasíðunni en gert er ráð fyrir að hægt verði að hleypa vatni á aftur síðdegis. Nokkurn tíma getur tekið að fullur þrýstingur komi á kerfið enda er vatninu hleypt mjög rólega á eftir viðgerðina.

Lokunin tekur í aðalatriðum til eftir talinna gatna;
Hólabraut
Túngata
Geislagata
Skipagata (að hluta)
Hofsbót
Strandgata (að hluta)
Glerárgata (að hluta)
Gránufélagsgata (að hluta)
Laxagata
Lundagata (að hluta)
Norðurgata (að hluta)
Grundargata (að hluta)

Ábending til húsráðenda

  1. Hafa þarf í huga að loft getur komist á kerfið þegar vatni er hleypt á að nýju. Sérstaklega getur þurft að huga að sérhæfðum búnaði hitakerfa húsa, s.s. gólfhitakerfum, hitalögnum í plönum og dælum þeirra, t.d. með því að stöðva þær á meðan vatnsleysi varir. Kerfin eiga þó að vera útbúin þannig að þessi hætta sé í lágmarki.
  2. Bregðast þarf við lofti í kerfum með loftæmingu á ofnum, dælum og öðrum búnaði sem loft getur sest í. Einnig er nauðsynlegt að huga að öryggisloka sem getur opnast þegar vatni er hleypt á ef stjórnlokar á grind eru stirðir.
  3. Húsráðendum er bent á að við viðgerðir eða endurbætur á stofnkerfum og/eða heimlögnum kunna óhreinindi að fara af stað í lögnum þegar vatni er hleypt á. Því er nauðsynlegt að skola kerfið vel út með því að láta vatn renna um stund. Best er að útskolun fari fram sem næst inntaksstað sé þess kostur.
  4. Sé húsráðandi í vafa um hvernig bregðast á við ofangreindum atriðum skal haft samband við pípulagninga-meistara hússins.

Auglýsingu um verkið má sjá hér.