Eins og fram er komið í fréttum hér á heimasíðunni þá lauk bráðabirgðaviðgerð í Skógarlundi í gærkvöldi og vatni var hleypt á um kl. 20:00.
Nú liggur fyrir að fullnaðarviðgerð á biluninni í Skógarlundi er frestað fram í næstu viku. Á verkáætlun þessa sumars var að fjarlægja hitaveitubrunn í Skógarlundi sem er hluti af langtímaáætlun um að fjarlægja alla brunna í dreifikerfi hitaveitunnar.
Í áætlun um viðgerð á bilun í Skógarlundi er nú gengið útfrá því að verktaki fáist í ofangreinda brunnavinnu þannig að hægt sé að samnýta við viðgerðarvinnuna í Skógarlundi. Endanlegar upplýsingar um það hvort þetta næst ættu að liggja fyrir síðdegis á mánudaginn.
Gangi þetta eftir svona þá gerum við ráð fyrir að birta auglýsingar hér að lútandi í dagskránum n.k. miðvikudag. Þar verður þá upplýst (sem og hér á heimasíðunni) hvort vatnið verður tekið af á fimmtudag eða föstudag.
Með því að tengja þessi tvö verk saman (en brunnavinnan var á áætlun síðar í sumar) er horft til þess að vatn verði aðeins tekið af viðskiptavinum einu sinni í stað tvisvar (til viðbótar við það sem búið er). Vonum við innilega að þetta geti gengið eftir.
Viðskiptavinir eru einnig minntir á að með því að skrá upplýsingar um farsímanúmer sín á "MÍNAR SÍÐUR" þá fá þeir smáskilaboð (sms) til sín í tilvikum sem þessum, þ.e. þegar tilkynna þarf um bilanir í dreifikerfum og lokanir vegna þeirra.
Ofanrituð áætlun er sett fram með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp á og ber sérstaklega að hafa í huga að bregðast getur þurft við biluninni í Skógarlundi fyrr en þessi áætlun gerir ráð fyrir.
Fylgist því vel með fréttum hér á heimasíðunni.
Mynd frá framkvæmdasvæðinu í Skógarlundi
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15