Nokkuð hefur borið á því í frosthörkum undanfarna daga að inntök í hesthúsum og víðar hafa sprungið eða verið nálægt því að springa.
Í frostaköflum eins og þeim sem nú ganga yfir er mjög mikilvægt að eigendur fasteigna og þá ekki síst þeirra húsa sem eru að jafnaði lítið kynt eins og t.d. hesthús, tryggi að nægilega heitt sé í inntaksrýmum til þess að inntök nái ekki að frjósa.
Vanræksla á þessu er á ábyrgð húseigenda og verða þeir að bera kostnaðinn af viðgerðum komi til þess að inntök springi vegna frosts.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15