Fullnaðarviðgerð á heitavatnslögn í Skógarlundi og vinna við að fjarlæga brunn fer fram núna í vikunni og við það fer út afhending á heitu vatni í stórum hluta Lundahverfis.
Heita vatnið verður tekið af næstkomandi fimmtudag 13. júní frá kl. 8:00 og fram eftir degi.
Svæðið sem lokunin tekur til má sjá á myndinni hér fyrir neðan (smellið á myndina og þá sést stærri mynd).
Um leið og húsráðendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að hafa í för með sér eru þeir beðnir að kynna sér "GÓÐ RÁÐ KOMI TIL ÞJÓNUSTUROFS" hér á heimasíðunni.
Vinsamlega hafið samband við þjónustuver okkar í síma 460-1300 eða í netfangið thjonusta@no.is ef þið viljið nánari upplýsingar um málið - utan skrifstofutíma vinsamlega hafið samband í bakvaktarsíma 892-7305.
Hér má sjá auglýsingu um lokunina sem birtist í dagskránum.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15