Framkvæmdir við fyrsta áfanga hitaveitur inn Eyjafjarðarsveit að vestan - "vesturveitu" - hafa gengið þokkalega, þótt þær séu aðeins á eftir áætlun. Vonir standa til þess að hægt verði að hleypa á vatni á stofnlögn og hefja tengingu húsa á næstu vikum.
Langflestar fasteignir á þessu dreifiveitusvæði eru búnar vatnshitakerfum (ofnum/gólfhitalögnum), þannig að tenging er tiltölulega einföld og fljótleg. Er þess því vænst að flest hús á svæðinnu verði komin með heitt vatn frá vesturveitu fyrir áramót.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15