4. okt 2011

Fyrsta holan á Þeistareykjum í þrjú ár.

Borun ÞG-08, Lambafjöll í baksýn
Borun ÞG-08, Lambafjöll í baksýn
Landsvirkjun vinnur nú að frekari rannsóknum á háhitasvæðinu á Þeistareykjum og nýlega luku Jarðboranir við 2500 metra djúpa holu sem var stefnuboruð undir Ketilfjall en þar er megin hitauppstreymi svæðisins talið vera.

Landsvirkjun vinnur nú að frekari rannsóknum á háhitasvæðinu á Þeistareykjum og nýlega luku Jarðboranir við 2500 metra djúpa holu sem var stefnuboruð undir Ketilfjall en þar er megin hitauppstreymi svæðisins talið vera.  Verkið tafðist nokkuð í upphafi vegan óvenju hás hita og þrýstings en eftir það gekk verkið mjög vel.  Unnið er að lokafrágangi á holunni og gert ráð fyrir því að hún verði afkastamæld í nóvember.

Þetta er fyrri holan af tveimur sem bora á á þessu ári en hin holan verður boruð í jaðri vesturhluta Þeistareykja og gert ráð fyrir að borun hennar ljúki í nóvember.

Myndin með fréttinni er fengin af vef Þeistareykja ehf.  www.theistareykir.is