Gengið hefur verið frá samningi við HSH verktaka ehf. um mælaskipti fyrir Norðurorku hf. Um er að ræða útskipti á 320 hitaveitumælum fyrir hitaveituna á Akureyri. Verkinu á að ljúka á næstu þremur mánuðum.
Reglulegt eftirlit með mælum er þáttur í gæðakerfi Norðurorku sem fer meðal annars fram með því að gerðar eru úrtaksprófanir á tilteknum mælasöfnum. Úrtaks-prófun var gerð fyrr í sumar og leiddi hún til þeirrar niðurstöðu að skipta þarf um þetta tiltekna safn mæla.
Óskað er eftir góðu samstarfi við viðskiptavini um mælaskiptin, en verktaki mun hafa samband við þá húsráðendur sem um er að ræða með nokkrum fyrirvara og skipuleggja hvenær verkið getur farið fram.
Á myndinni hér til hliðar má sjá hvar Arnaldur Magnússon fulltrúi Norðurorku hf. afhendir Haraldi Helgasyni pípu-lagningarmeistara gögn um þá mæla sem skipta þarf um.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15