19. apr 2012

Gleðilegt sumar

Norðurorka hf. óskar viðskiptavinum sínum gleðilegs sumars og þakkar fyrir liðinn vetur.

Ert þú að fara í framkvæmdir?
Norðurorka hf. rekur hitaveitu í átta sveitarfélögum við Eyjafjörð og í Þingeyjarsveit, vatnsveitu í fimm sveitarfélögum og rafveitu á Akureyri. Þegar hugað er að nýframkvæmdum eða endurbótum er mjög mikilvægt að vandað sé til undirbúnings með tilliti til heimlagna.

Láttu okkur vita
Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars þá leggjum við áherslu á að fasteignareigendur séu í sambandi við Norðurorku þegar farið er í framkvæmdir á lóð fasteignar. Mikilvægt er að húseigandi kynni sér hvar lagnir eru áður en framkvæmdir byrja og láti okkur einnig vita um framkvæmdirnar þannig að við getum metið hvort ástæða sé til þess að endurnýja heimlagnir samhliða framkvæmdunum. Þar ræður aldur lagna og ástand þeirra við skoðun á staðnum.

Til þjónustu reiðubúin
Hikið ekki við að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 460-1300 eða með því að senda póst á thjonustuver@no.is með fyrirspurnir eða óskir um að við komum á staðinn og metum ástand heimlagna.

Starfsfólk Norðurorku hf.