Krakkar úr 9. bekk Glerárskóla komu í heimsókn í Glerárstöð í dag og fengu þar fræðslu um Norðurorku og þar með um vatnsveitu, rafveitu og hitaveitu. Þau voru áhugasöm og fengu m.a. að heyra um þá sérstöðu Norðurorku að fyrirtækið er að veita íbúum á Akureyri og nágrenni þjónustu, hverja einustu mínútu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þau fengu líka að heyra um sögu rafveitu á Akureyri og þá miklu byltingu sem rafmagnið hafði í för með sér fyrir íbúa bæjarins þegar Glerárvirkjun tók til starfa árið 1922.
Hér að neðan má sjá myndir af hópunum tveimur sem komu í heimsókn. Bestu þakkir fyrir komuna.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15