Norðurorka hvetur rekstraraðila þeirra fyrirtækja sem dregið hafa verulega úr starfssemi sinni til að draga úr ónauðsynlegri rafmagnsnotkun og jafnvel að lækka hita í rýmum sé það gerlegt. Með því getur náðst fram sparnaður í orkukostnaði.
Flest fyrirtæki borga mánaðargreiðslur samkvæmt áætlaðri notkun sem byggja á síðasta raun aflestri. Við þetta fyrirkomulag jafnast orkutoppar vetrarins út á allt árið.
Best er að bíða með raun aflestra þar til sannarlega hefur dregið úr notkun þar sem annars myndi áætlun mögulega hækka í ljósi þess að eingöngu vetrarnotkun er að baki.
Starfsfólk þjónustuvers veitir góð ráð í þessu samhengi.
Endilega hafið samband í síma 460-1300 eða sendið tölvupóst á no@no.is
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15