Veruleg hætta skapaðist þegar yfirþrýstingur varð í heitavatnslögnum í Árbænum í Reykjavík í síðustu viku. Tjón varð í fjölda íbúða sem rekja má til yfirþrýstingsins en einnig til þess að öryggislokar virkuðu ekki sem skyldi. Öryggislokar eru mjög mikilvægir og skylt að hafa þá á öllum inntaksgrindum enda ekki hægt að útiloka þrýstingsbreytingar í dreifikerfinu þótt mjög margt sé gert til að minka líkur á slíku.
Af gefnu tilefni er því skorað á alla viðskiptavini Norðurorku hf. að láta yfirfara öryggisloka sína með reglulegu millibili og að sjálfsögðu að tryggja að þeir séu á inntaksgrindinni ef svo ólíklega vill til að hann hafi ekki verið settur þar í upphafi eins og virðist vera í einhverjum tilvikum í Reykjavík.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15