12. feb 2014

Heita vatnið leirlitað í austanverðri Eyjafjarðarsveit

Nokkuð hefur borið á því í dag að heita vatnið sé leirlitað í Eyjafjarðarsveit austanverðri.  Fyrir liggur að leirlitaða vatnið kemur úr borholu á Laugalandi (LN-12) og eru ástæður þess líklega þær að einhver hreyfing hefur orðið á borholuvegg í þessari borholu.

Það er þekkt að laus jarðefni losni með þessum hætti en allt útlit er fyrir að leirinn sem hefur losnað sé að skolast út.

Viðskiptavinir í austanverðri Eyjafjarðarsveit og á Kristnesi geta átt von á óþægindum að þessum sökum en við vonum að það verði aðeins tímabundið.

Séu óþægindi af leirlitaða vatninu veruleg eða ef þau hafa áhrif á rennsli í gegnum grind eru viðskiptavinir beðnir að snúa sér til þjónustuvers Norðurorku hf. í síma 460-1300.

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þessu.

Unnið við upptekt á dælu