23. nóv 2011

Hitastigulsholur boraðar í Hörgárdal

Borað í Hörgársveit
Borað í Hörgársveit
Í september síðastliðnum var gengið frá samningi við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. um borun á svonefndum hitastigulsholum í Hörgársveit en greint var frá samningsgerðinni í fréttum hér á síðunni og þar jafnframt settir fram nokkrir fróðleiksmolar um jarðhitaleit.

Í september síðastliðnum var gengið frá samningi við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. um borun á svonefndum hitastigulsholum í Hörgársveit en greint var frá samningsgerðinni í fréttum hér á síðunni og þar jafnframt settir fram nokkrir fróðleiksmolar um jarðhitaleit.

Ræktunarsambandið hefur nú hafið boranir í Hörgárdal og hafa þær gengið vel það sem af er.  Áætlað er að bora 15 – 20 holur víðsvegar í dalnum.  Boranirnar eru þáttur í jarðhitarannsóknum í Hörgárdal og Öxnadal á vegum Hörgársveitar og Norðurorku hf. með stuðningi frá Orkusjóði.  Umsjón með verkinu og eftirlit hefur Franz Árnason verkefnisstjóri hjá Norðurorku.  Sérstakur samningur var gerður við  Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) um rannsóknarhluta verkefnisins en með hitastigulsmælingum er þess vænst að hægt verði að finna hitastigulshámark sem síðar geti orðið grundvöllur að borun dýpri rannsóknarhola eða eftir atvikum vinnsluhola.

Gert er ráð fyrir því að borverkinu ljúki fyrir næstkomandi áramót en þó er hugsanlegt að boranir standi fram á næsta ár sem ræðst af því hversu margar holur verða boraðar.