25. júl 2011

Hitaveitan eykur lífsgæði og möguleika

Engum ofsögum er sagt þegar fullyrt er að jarðhitinn á Íslandi auki lífsgæði og möguleika okkar til mikilla muna, auk þess að spara Íslendingum gífurlegar fjárhæðir í gjaldeyri ár hvert. Í dag eru um 90% húsa á Íslandi hituð með jarðhita.

Engum ofsögum er sagt þegar fullyrt er að jarðhitinn á Íslandi auki lífsgæði og möguleika okkar til mikilla muna, auk þess að spara Íslendingum gífurlegar fjárhæðir í gjaldeyri ár hvert.  Í dag eru um 90% húsa á Íslandi hituð með jarðhita.Jarðhit til húshitunar

 

Það hefur sýnt sig á undanförnum árum að hitaveitan hefur áhrif á val fólks með ýmsum hætti.  Þannig hefur sýnt sig hjá stéttarfélögum sem eiga og reka sumarhús víðsvegar um landið að þau sumarhús sem eru með hitaveitu og þar með heita potta eru mun vinsælli en önnur þar sem slíkt er ekki í boði.  Mikil breyting varð til að mynda á nýtingu orlofshúsa að Illugastöðum í Fnjóskadal eftir að Reykjaveita varð lögð um dalinn og niður á Grenivík enda fékk hitaveitan mjög góðar viðtökur hjá eigendum frístundahúsa og bænda á svæðinu sem og hjá og íbúum á Grenivík.

 

 

Framkvæmdir við Hitaveitu Egilsstaða og FellaHeimildarmaður Norðurorku hf. var á ferðalagi á Héraði á dögunum og sá að þar voru í gangi framkvæmdir við lagningu hitaveitu frá Egilsstöðum inn að sumarbústaðahverfinu á Einarsstöðum, Úlfsstaðaskógi og Eyjólfsstaða-skógi.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Davíðs-syni framkvæmdastjóra Hitaveitu Egilsstaða og Fella ganga framkvæmdir vel en verið er að leggja um 10 km langa stofnlögn að sumarhúsa-hverfinu auk dreifikerfis í það.  Gert er ráð fyrir að tæplega 90 hús, býli og frístundahús, tengist veitunni og að hún komist í gagnið á haustdögum.  Ljóst er að þetta verður mikil breyting fyrir þau félög og einstaklinga sem eiga hús á veitusvæðinu.