15. maí 2019

Hitaveitubilun miðvikudaginn 15. maí - Uppfært kl. 21.50

Uppfært kl. 21.50

Nú er aðgerðum lokið og ættu allir að vera komnir með heitt vatn.

Um leið og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið þökkum við viðskiptavinum okkar fyrir þolinmæðina.  

 

Uppfært kl. 20.30

Nú er viðgerð á hitaveitulögninni í Þórunnarstræti lokið og byrjað að hleypa vatni á. Áhleypingin tekur einhvern tíma en ef allt gengur samkvæmt áætlun ættu allir að vera komnir með vatn um klukkan 22.

  

Uppfært kl. 18.40

Bilunin er á 400 mm hitaveitulögn í Þórunnarstræti. Til að hægt sé að gera við lögnina er nauðsynlegt að tappa af henni vatni og hefur verið unnið að því í dag. Reikna má með að um 70 tonnum af vatni þurfi að tappa af lögninni. 

Starfsfólk Norðurorku stendur vaktina og reynir að lágmarka óþægindi vegna bilunarinnar eins og kostur er.

Nánari upplýsingar verða birtar hér á síðunni um leið og þær liggja fyrir.

 

Upphaflega fréttin (kl. 16.15)

Hitaveitubilun er núna á stóru svæði á Akureyri.

Unnið er að viðgerð en búast má við lokun fram á kvöld.

Við minnum á góð ráð komi til þjónusturofs sem finna má hér.

Þeir viðskiptavinir á Akureyri sem eru með heitt vatn eru beðnir að fara eins sparlega og mögulegt er með það á meðan viðgerð stendur yfir.

Um leið og við þökkum tillitssemina biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að valda.