Uppfært kl. 22.10
Aðgerðum er lokið. Búið er að hleypa vatni á og ættu því allir að vera komnir með heitt vatn.
Um leið og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem vinnan kann að hafa valdið þökkum við viðskiptavinum okkar fyrir þolinmæðina.
Uppfært kl. 19.25
Lagnavinnu er nú lokið og verið er að hefjast handa við að hleypa vatni á.
Eins og áður hefur komið fram má reikna með að það geti tekið allt að þrjár klukkustundir.
Nánari upplýsingar verða birtar hér á síðunni um leið og þær liggja fyrir.
Uppfært kl. 16.40
Vinna við brunnafjarlægingu gengur samkvæmt áætlun. Reiknað er með að lagnavinnu verði lokið um kvöldmatarleytið.
Í framhaldi af því verður hafist handa við að hleypa vatni á lögnina og ef ekkert óvænt kemur uppá má gera má ráð fyrir að áhleypingin taki um þrjár klukkustundir.
Nánari upplýsingar verða birtar hér á síðunni um leið og þær liggja fyrir.
Hér að neðan má sjá mynd sem tekin var á verkstað um kl. 16.15 í dag
Upphafleg frétt
Lokað verður fyrir heitt vatn á norðurhluta Eyrarinnar (sjá mynd) fimmtudaginn 27. júní vegna vinnu við dreifikerfið þar sem verið er að fjarlægja hitaveitubrunn sem staðsettur er í Hjalteyrargötu. Áætlaður tími er frá kl. 6.30 og fram á kvöld, eða á meðan vinna stendur yfir.
Hér má sjá góð ráð sem gott er að hafa í huga í tengslum við hitaveiturof.
Hér má sjá fróðlega frétt þar sem raktar eru, í máli og myndum, ástæður þess að brunnar eru fjarlægðir úr hitaveitukerfinu.
Nánari upplýsingar um framgang verksins verða birtar á þessari síðu þegar þær liggja fyrir.
Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15