17. feb 2014

Hola LN-12 á Laugalandi orðin hrein

Svo virðist sem hola LN-12 á Laugalandi sé búin að hreinsa sig af leirnum sem komst í hana fyrir helgi.

Látið var renna mikið magn vatns beint úr holunni og í læk á fimmtudag og föstudag og virðist það hafa dugað til að holan hreinsaði sig af þeim leir sem kom fram í henni á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku.

Við vonum að þetta sé yfirstaðið en ítrekum að komi fram óþægindi vegna leirsins, svo sem að hann hafi áhrif á rennsli í gegnum grind (síu), eru viðskiptavinir beðnir að snúa sér til þjónustuvers Norðurorku hf. í síma 460-1300 eða í bakvaktasíma 892-7305 (eftir kl. 16:00)

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.