Tillaga að matsáætlun í kynningu
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 9. maí 2016.
Norðurorka undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum hreinsistöðar fráveitu á Akureyri. Mat á umhverfisáhrifum er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015, en framkvæmdin er matsskyld samkvæmt tölulið 11.04 í 1. viðauka laganna. Mati á umhverfisáhrifum er ætlað að kanna umhverfisáhrif hreinsistöðvarinnar og leggja mat á kosti um hönnun og útfærslur hennar.
EFLA verkfræðistofa vinnur að mati á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáætlun hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðum Skipulagsstofnunar, www.skipulag.is, Norðurorku, www.nordurorka.is, og EFLU verkfræðistofu, www.efla.is. Frestur til athugasemda er 9. maí 2016.
Allir hafa rétt til að kynna sér tillögu að matsáætlun og leggja fram athugasemdir. Að auglýsingatíma loknum verður unnið úr þeim athugasemdum og ábendingum sem berast og frummatsskýrsla unnin. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. maí 2016 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 105 Reykjavík.
Um verkefnið:
Um er að ræða byggingu hreinsistöðvar á uppfyllingu við Sandgerðisbót á Akureyri. Frá hreinsistöðinni verður lögð 400 m löng útrás út í sjó þar sem hreinsað skólp fer út á fullnægjandi þynningarsvæði. Útrásarlögnin kemur til með að liggja á sjávarbotni á forsteyptum sökkum.
Í frummatsskýrslu verður lagt mat á áhrif framkvæmda á eftirfarandi þætti: Landnotkun, viðtakann og lyktarónæði.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15