26. sep 2024

Eðlileg notkun á heitu vatni?

Mynd: Freepik
Mynd: Freepik
Nú er farið að grána í fjöllum og kólna í veðri og fólk því eðilega farið að kynda meira í kringum sig. Almennt séð er í kringum 90% af árlegri notkun á heitu vatni vegna húshitunar á meðan í kringum 10% er vegna annarrar notkunar eins og að fara í bað, sturtu og þrífa.
 
Til að áætla hvort notkun sé eðlileg getur verið gott að skoða notkunarstuðul húsnæðis. Stuðullinn táknar tonn af vatni á hvern rúmmetra í húsi á ári. Til að finna rúmmál húsnæðis er hægt að margfalda fermetrafjölda með stuðlinum 3,3.
 
Dæmi:
130 m2 raðhúsíbúð notar 600 m3 af heitu vatni.
Stærð húsnæðis í m3 er 3,3 x 130 m2 = 429 m3.
Því er notkunarstuðulinn 600 / 429 = 1,4.
 
Tegund eignar - notkunarstuðull 
 
  • Stórt fjölbýlishús – 1,0 til 1,5
  • Minni fjölbýlishús – 1,1 – 1,6
  • Einbýlishús – 1,2 – 1,9
  • Verslunarhúsnæði – 0,6 – 0,9
  • Skrifstofuhúsnæði – 0,5 – 0,9
  • Iðnaðarhúsnæði – 0,4 – 1,1
  • Lagerhúsnæði – 0,3 – 0,9
Í dæminu hér fyrir ofan er notkunarstuðullinn innan marka og telst heitavatnsnotkunin því vera eðlileg.
Hægt er að skoða frekar upplýsingar um ábyrga orkunotkun hér.
 
Á mínum síðum getur skráður notandi veitu nálgast upplýsingar um árlega heitavatnsnotkun fyrir sitt húsnæði.