Íbúafundur var haldinn í Valsársskóla á Svalbarðsströnd miðvikudaginn 22. apríl þar sem farið var yfir stöðuna vegna mengunar í vatnsveitunni á Svalbarðsströnd.
Rúmlega tuttugu manns voru á fundinum. Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku fór yfir nokkur söguleg atriði og þar með þær endurbætur sem unnar hafa verið á vatnsveitunni frá því Norðurorka tók við henni árið 2005. Farið var yfir stöðuna eins og hún er í dag og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hingað til. Niðurstaðan er sú að til framtíðar litið sé nauðsynlegt að bora aðra vinnsluholu á vatnsvinnslusvæðinu við Garðsvík til viðbótar holu sem boruð var árið 2013. Með því er stefnt að því að taka út lindir sem notaðar hafa verið á svæðinu og mestar líkur eru á að séu að mengast af völdum yfirboðsvatns sem kemst ofan í grunnvatnið sem fæðir þær.
Hér má sjá upplýsingablað sem tekið var saman í kjölfar íbúafundarins.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15